Enda þótt sumar hinna nýtísku, leysiefnaríku málningar- og lakktegunda séu verri (t.d. 2-þættar tegundar málningar og lakks, aminoherðandi plastlökk, plast-zapon-lökk o.fl.) er alkydmálning, alkydlakk og alkydolíur ekki alveg óskaðleg fyrir atvinnumálarann. Áhrif leysiefna í málningu og lakki o.s.frv. getur komið þannig fram, að þú finnir fyrir vanlíðan, er líða tekur á vinnudag, þú sért þreyttari eða slæptari en þú ættir að vera vegna líkamlegrar áreynslu af vinnunni eða viðbrögð þín eru ekki eins
Við notkun á öllum síugrímum, bæði síugrímum gegn ryki og eimgrímum með kolsíu gegn leysiefnaeim ber að hafa þetta í huga: Hafa þarf síur til skipta. Þær verða að vera búnar öndunarloka, svo að útöndun sé ekki hamlað. Grímurnar eiga að falla alveg þétt að andlitinu og þess áttu að gæta í hvert sinn, sem þú setur grímuna á þig: Þú lokar síuopinu algerlega með hendinni og þá áttu ekki að geta dregið neitt loft að þér. Ef opið utan á síunni er of stórt til þess að höndin hylji það, tekurðu síuna úr henni og
Jafnvel þótt líkaminn sé 70% vökvi drekka fæstir nægilega mikið af vatni. Fólk á aldrei að vera þyrst nema eftir erfiðar æfingar (hálftíma trimm). Maður á að drekka nóg vatn yfir daginn til að halda nægum vökva í líkamanum. *sljóvgun*höfuðverk*hægðartregðu*liðagigt*meltingartruflun*húðþurrki.
Vendu þig á að nota síugrímu gegn ryki og skiptu oft um síu. Það er auðvelt að anda um ryksíu, svo og að ganga með hana. Ryk, sem menn draga ofan í lungun getur valdið margvíslegu tjóni. Athugið að rykgrímur vernda ekki fyrir eim eða gastegundum, hvort frá leysiefnum né af öðru tagi. Rykgrímur með síu er aðeins nothæfar gegn ryki sem er ekki eitrað.
Þegar sprautumálun fer fram, á að nota grímu með grófri síu, sem skipta má um, auk þess sem gríman á að vera búin nauðsynlegri kolasíu gegn leysiefnaeim. Kolasía er ekki nauðsynleg þegar unnið er úti undir himni og ekki heldur þegar sprautað er innanhúss með t.d. latexmálningu, enda gefur hún ekki frá sér leysiefnaeim, svo að neinu nemur. Til er sérstök sía (ammóníaksía), þegar notast er við ammóniak (salmíakspíritus) við verkefni.