Góð ráð

Leysiefnarík málning

snögg, örugg og ákveðin og þau væru ella, t.d. þegar þú ert staddur í umferðinni á leið heim frá vinnu. Finnirðu enn fyrir verulegri þreytu, þegar þú ert kominn heim frá vinnu og búinn að borða og hvíla þig, að þú hafir ekki löngun eða getu til að takast á við það, sem þú ætlaðir eða þyrftir að vinna í frístundum þínum, þá getur það stafað af því, að þú hafir andað að þér of miklu magni leysiefnaeims við vinnuna. Það er aðvörun um, að þú eigir að gera eitthvað við því máli. Þú átt alls  ekki að halda þannig áfram. Sumir finna fyrir ofnæmi, ef þeir verða að þola mikið magn leysiefnaeims. Þetta "ofnæmi" gerir vart við sig á ný, þegar menn þessir verða síðar fyrir miklu magni leysiefnaeims. Ofnæmið getur byrjað snögglega eftir að maðurinn hefur orðið fyrir miklu magni í andrúmslofti eða þess getur orðið vart eftir langan tíma, jafnvel eftir að maðurinn hefur verið málari árum saman. Þegar ofnæmis verður vart, á viðkomandi að snúa sér að öðrum störfum. Það ætti þess vegna að vera öryggisregla hjá málurum að forðast leysiefnaeim eftir því sem slíkt er unnt, eða að minnsta kosti ef magnið er yfir meðallagi. Þetta er nú auðveldara en áður með því að nota vatnsmálningu, latex-málningu og aðrar slíkar.

Verkin Okkar