Góð ráð

Staðlar gegn stressi

Stressið grasserar í öllum greinum atvinnulífsins. Líkt og dauðinn sjálfur nær það jafnt til þeirra sem vinna á gólfinu, segir í grein í tímaritinu ISO Management Systems. Stessinu fylgir stórkostlegur heilsufarsvandamál. Má þar nefna spennu, kvíða, þunglyndi, háls / bakverk, hjartaslag, sykursýki og magasár segir þar jafnframt. Íljósi þessa hefur Staðlaráð Íslands kynnt þrjár nýja staðla. Sá fyrsti heitir ISO 10075-1 og er skilgreining á hugtökum sem tengjast andlegum þáttum stessins. Annar heitir ISO

Iðnaðarlög

Rétt til að kenna sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein hafa þeir einir, er hafa sveinsbréf eða meistarabréf í iðngreininni. 10.gr. Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir skilyrðum 3.gr., hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni eitt ár minnst og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Eigi sveinn ekki völ á starfi undir stjórn meistara í nýrri iðngrein sinni fyrstu fimm árin eftir löggildingu hennar telst tveggja ára starf hans í þeirri grein jafngit

Þar sem börn eru á ferð

Í málningu eru mörg efni og mörg þeirra geta verið hættuleg. Málið húsgögn og veggi þegar börnin eru ekki heima, loftið vel á meðan. Gangið vel frá penslum, sem settir eru í bleyti í þynni eða terpentínu, með því að setja lok eða plast yfir dósina og koma henni fyrir þar sem börn ná ekki til. Veljið umhverfismerkta málningu ef kostur er.

Gerviverktaki

Orðið gerviverktaki er notað um þá vaxandi tilhneigingu sem gætt hefur á undanförnum árum að breyta hefðbundnum launastörfum í verktakastörf. Í fæstum tilfellum er um eiginlega verktakasamninga að ræða enda einkennast þeir af því að viðkomandi verktaki tekur að sér að vinna ákveðið verk, á ákveðnum tíma, fyrir umsamda greiðslu en ræður að öðru leyti vinnutilhögun, vinnutíma og hvort hann vinnur verkið sjálfur eða fær aðra til þess. Gerviverktakar eru í raun launafólk sem hefur afsalað sér

Tímastjórnun -tæki til að ná betri árangri

Góð tímastjórnun getur leitt til þess að þú átt betra með að ná markmiðum þínum. Framkvæmir meira á skemmri tíma. Nærð meiri og betri árangri í vinnu. Minnkar streitu og álag. Hefur meiri tíma í stjórnunarverkefni. Átt meiri tíma. Eyðir meiri tíma í mikilvægustu málin.