Góð ráð

Í 12.gr samningi málara og veggfóðrara segir svo:

Til að vernda heilsu og líkamsburði verktaka ber að viðhafa réttar vinnuaðferðir og varúðarráðstafanir við vinnuna. Í stað efna sem eru eitruð, skaðleg heilsu manna eða baka þeim áraun, m.a. efni í heilsufarshættuflokki YL I,II,III, efna, sem hafa inni að halda eitraða málma og steinefni, sterkt ætandi efna. Efna sem orsaka yfirleitt útbrot og ofnæmi, skal nota önnur, sem eru óskaðleg, ef þau eru jafnframt með sömu kostum.

Fimm mikilvæg atriði vegna frammistöðu í starfi

Frammistaða í starfi ræðst af fimm mikilvægum atriðum: Hollustu, frumkvæði, einurð, samskiptahæfni og umbótavilja. Það þjónar hagsmunum þínum og vinnustaðarins að sýna bæði verkefnum og vinnustaðnum hollustu. Einurð, úthald og umbótavilji eru ekki síður mikilvægir þættir. Vertu vakandi fyrir umbótum og framförum á þínu verksviði. Taktu frumkvæði og hafðu alltaf í huga hvernig bæta megi þjónustu, vinnuaðferðir eða vinnuaðstöðu. Leggðu alúð við dagleg samskipti á vinnustaðnum og hugaðu

Ákvæðisvinna / uppmæling

Þeir meistarar sem hafa reynslu af uppmælingunni láta vel af henni og nota hana óspart sem verksjórnartæki. Það er nefnilega ljóst að málarar sem ekki halda sig við efnið í uppmælingu bera lítið úr býtum. Ávinningur verkkaupandans er hins vegar sá að verktíminn verður styttri en ella og hann greiðir fyrirfram ákveðið verð fyrir vinnuna. Sú gagnrýni heyrist stundum að hraðinn í uppmælingunni komi niður á verkgæðum en það er á misskilingi byggt tel ég. Það er einmitt þannig að ef menn vilja hafa gott kaup

Nýtt: Málarameistarafélag Reykjavíkur er nú Málarameistarafélagið

Málarameistarafélag Reykjavíkur var stofnað 26 febrúar 1928. Aðalformaður um stofnun var Einar Gíslason málarameistari og voru stofnfélagar 16 talsins. Fyrsta sjórn félagsins var þannig skipt: Einar Gíslason formaður,  Ágúst Lárusson ritari og Helgi Guðmundsson gjaldkeri. Fyrsta baráttumál félagsins var að gera verðskrá fyrir málara. Einnig var öðrum málarameisturum kynntir kostir þess að vera í félaginu. Í byrjun gekk á ýmsu í samskiptum við byggingameistara sem í mörgum tilfellum vildu

Verksamningur

Það er góð regla að gera verksamning á milli verkkaupa og verktaka þar sem fram koma helstu atriði varðandi verkið. Verksamningurinn getur komið að góðum notum ef upp koma deilur milli aðila varðandi vinnu við verkið. Í verksamningi er æskilegt að auk verðsins komi fram ítarleg verklýsing þar sem tilgreindir eru allir þeir þættir sem tilheyra skuli verkinu. Auk þess er æskilegt að í verksamningi komi fram atriði eins og tímasetning verksins, á hvaða tímabili það skuli unnið og hvenær því skuli