Góð ráð

Hreinlæti á vinnustað er gott að hafa!

Gættu ýtrasta hreinlætis, þegar þú vinnur við málningu (eða önnur efni), sem innihalda eitraða málma. Þurrslípaðu ekki fleti, þar sem um slíka málningu er að ræða o.s.frv. Fylgdu vandlega þeim reglum, sem fjalla um vinnu af því tagi. Málurum hættir mjög til að fá (eczema) og aðra hörundskvilla. Þetta getur t.d. stafað af white sprit, terpentínu og öðrum leysiefnum, sem innihalda slík efni-auk 2- þáttar málningar, lútar, vatns, sem er blandað þvottaefnum, sýru og það að menn handleiki trefjagler. Vendu þig á

Góð atvinnugrein

Ef þú gætir heilsu þinnar, er málarastarfið góð atvinnugrein. Það er frábrugðið mörgum öðrum störfum að því leyti, að þar er um mikla tilbreytingu við framkvæmd margvíslegra verkefna að ræða. Þú þjálfar einnig og þroskar hugann þinn með því að beita honum við fjölþætt verkefni. En þú verður líka að varast þær hættur, sem eru samfara atvinnu þinni. Þú verður bæði með vinnubrögðum þínum, varúðarráðstöfunum og þeim hlífðarbúnaði, sem þú notar, að verjast þeim hættum sem fyrir hendi eru í ýmissi mynd og við margvíslegar aðstæður, svo og í sambandi við notkun efna í atvinnugreininni. Það er þýðingarmikið að þú hreyfir þig nóg í fersku lofti. Með því hjálpar þú líkama þínum að losa sig við leysiefnaeim, sem þú hefur andað að þér við vinnu þína.

Stigar eru slysagildrur!

Slys í heimahúsum, þar sem lausir stigar eða tröppur koma við sögu, hefur fjölgað um 62% síðastliðinn áratug, að því er segir í frétt á vef BBC. Þessi slys geta valdið miklum meiðslum, bæði beinbrotum og höfuðáverkum. Svo virðist sem börnum sé einkar hætt við að slasa sig á stigum og lausum tröppum. Samkvæmt upplýsingum Rehab UK, samtaka í Bretlandi sem aðstoða fólk með höfuðskaða, leita um 48 þúsund manns árlega til sjúkrahúsa þar í landi vegna slysa sem þeir hafa orðið fyrir við

Við vinnu þína þarftu að hafa eftirfarandi í huga:

Að huga að vinnupöllum og stigum, hvernig þú notar þá, starfar á þeim og hvernig þú kemur þeim fyrir, bæði við vinnu og að lokinni vinnu.

Þeir þurfa að vera í lagi og þeir þurfa að standast reglur Vinnueftirlitsins áður en þú tekur þá í notkun og að farið sé eftir reglum framleiðanda við uppsetningu og notkun. Gættu að koma vinnupallinum/stiganum vel fyrir áður en þú byrjar að nota hann og að loknum vinnudegi skaltu gæta þess að ganga vel frá svo ekki geti orðið skaði á.

Leysiefni og áhrif þeirra á líkama þinn

Það er fyrir miklu, að hafa tilbreytingu á sviði verkefna. Varastu einhæft álag eins líkamshluta eða fleiri, sem fylgir því að vinna sama starf í langan tíma. Varastu einnig langvarandi vinnu daginn út og daginn inn og á stórum flötum, með málningu eða lakk með miklum leysiefnum. Að undantekinni uppgufun vatns geta allar þær tegundir eims sem myndast, reynst hættulegar eða óþægilegar, þegar málning/lakk þornar eða þú notar önnur efni, sem innihalda lífræn leysiefni eða gefa frá sér lofttegundir af