Góð ráð

Hitastig við málun utanhúss

Bestur árangur næst ef málað er við 15-25° C. Aftur á móti eru ekki margir dagar á ári, þar sem íslensk veðrátta býður upp á slíkar aðstæður. Yfirleitt verðum við að gera okkur að góðu lægra hitastig. Þess ber þó að gæta, að vatnsmálning má ekki nota við hitastig undir +5° C né má hún frjósa. Hitastig flatarins skal alltaf vera a.m.k. 3 gráður yfir daggarmarki.

Skyndihjálp

Ef grunur um heilsutjón vaknar skal strax leita til læknis. Sýnið þessar leiðbeiningar. Fjarlægið menguð föt. Þvoið með sápu og miklu af vatni. Notið ekki þynna eða leysa. Fjarlægið linsur ef þær eru notaðar. Skolið augun með miklu vatni í a.m.k. 15 mín., hafið augun opin á meðan. Leitið til læknis. Hvílist undir fersku lofti. Hafið samband við lækni ef mikið hefur verið tekið inn. Athugið! Reynið aldrei að koma nokkru ofan í meðvitundarlaust fólk.