Góð ráð

Nýtt: Málarameistarafélag Reykjavíkur er nú Málarameistarafélagið

sniðganga málarameistara. Segja má að alltof oft nú 75 árum síðar komi upp þessi gömlu vandamál, sem okkur málarameisturum finnst að ættu að tilheyra fortíðinni. Á árinu 1995 hóf félagið baráttu fyrir löggildingu málarameistara, en sú barátta gekk ekki þrautalaust fyrir sig. En þann 21. desember 2001 vannst sigur í þessu mikilvæga máli málarameistara. Breyting á 37.gr.byggingarreglugerðar nr. 4. var samþykkt í Umhverfisráðuneyti. Hljóði reglugerðin fyrir breytingu svona: Meistarar sem taldir eru upp í 38.-45.gr. og bygginarstjóri hefur tilkynnt byggingafulltrúa um að taki að sér ábyrgð á verki, skulu staðfesta ábyrgð sína fyrir byggingafulltrúa á þeim verkþáttum framkvæmdar sem er ábyrgðasvið þeirra. Skal slík staðfesting liggja fyrir áður en framkvæmdir á viðkomandi verkþætti eru hafnar. Sú breyting var gerð á síðustu málsgrein reglugerðarinnar og er hún nú svohljóðandi: Skal slík staðfesting liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út. þetta þýðir að þegar teikningar eru lagðar fyrir byggingarfulltrúa þarf uppáskriftir þeirra iðnmeistara sem að verkinu koma þar á meðal málarameistarar með löggildingu. Málarameistarafélagið hefur á síðustu misserum blásið til sóknar í að vekja athygli á markaðssókn félaginu og félagsmönnum innan Málarameistarafélagsins. Er þetta liður í markaðssókn félagsins og baráttunni við ófaglærða. Félagið heldur úti myndarlegri heimasíðu þar sem reynt er að miðla ýmsum upplýsingum bæði til félagsmanna og annara gesta. Slóðin á heimasíðunni er www.malarar.is og hvetjum við alla sem þurfa upplýsingar um félagið eða félagsmenn að skoða hana. Vegna breyttra tíma og að landið er nú eitt vinnusvæði þótti nauðsynlegt að stofna landsfélag málarameistara. Haft var samband við málarameistar á landsbyggðinni og voru undirtektir þeirra um stofnun landsfélags mjög jákvæðar. Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og á aðalfundi félagsins 6 maí 2003 var stofnað landsfélag samþykkt og heitir félagið nú Málarameistarafélagið.

 

Verkin Okkar