Góð ráð

Leysiefni og áhrif þeirra á líkama þinn

öðru tagi. Maður andar að sér um 10 teningsmetrum lofts á 8 stundum vinnudegi við venjulega líkamsstarfsemi. Það þarf því ekki að vera nema smámagn af leysiefnaeim í því lofti, sem þú andar að þér, til þess að það hafi áhrif á líffærastarfið. Rétt er að hafa hugfast, að hér er átt við, að magn í blóði sé meira en líkamsþol leyfir og einnig meira en svo, að líkaminn geti losað sig við það jafnóðum og það berst inn í líkamann. Alls konar eimur úr leysiefnunum kemur inn í blóðið úr loftinu, sem þú andar að þér og berst með því út um líkamann, m.a. til heilans og annarra líffæra. Hættustigið veltur í hverju einstöku tilviki á því, hve mikill eimur myndast, hve mikil áraun/hætta sé honum samfara, magni hans í því lofti sem þú andar að þér og hve lengi þú heldur áfram að anda að þér lofti,sem slíkur leysiefniseimur er í. Hættan vex í réttu hlutfalli við útkomu þessara upptalinna liða. Það er að segja, að hættan eykst með auknu magni, lengri tíma og aukinni sérstakri hættu af slíkum eim. Þegar vinnutíminn er langur og/eða aukið magn í loftinu, getur efni, sem er ekki alveg eins hættulegt, valdið eins miklum eða meiri skaða en tiltölulega hættulegra efni á skemmri tíma. Hið sérstaka áhrifa-/viðkvæmnisstig einstaklings eða hvernig líkami þinn bregst sem slíkur við eimnum, er einnig mjög mikilvægt. Hjá sumum geta áhrifin verið meiri og alvarlegri en hjá öðrum. Hættustigið, hvað einstaklinga snertir, vex því samkvæmt útkomu allra þessara liða. Einstaklingum með óeðlilega blóðmyndun eða minni líffærastarfsemi af einhverri ástæðu (t.d. sykursýki) er sérstaklega hætt við óheppilegum áhrifum af leysiefnum. En enginn þolir meira en takmarkað magn þessara efna. Áhrif leysiefna í líkamanum slævir eða truflar venjuleg viðbrögð, þú ert ekki eins snöggur og öruggur í hreyfingum og endranær. Áhrifin geta líka orsakað óreglu í starfsemi eða skemmdir á líffærum, taugum og samsetningu blóðsins. Ef mikið magn er í því lofti sem þú andar að þér, verka allar þær tegundir eims, sem koma úr leysiefnum málningar og lakks o.s.frv.(einnig steinefnaterpentína, málaraterpentína og white spirit), deyfandi á þig, auk annarra óheppilegra áhrifa þeirra. Mikið magn er stórhættulegt og leiðir fljótlega til rænuleysis. Dauðsföll má einnig rekja til slíkra orsaka.

Verkin Okkar