Góð ráð

Stigar eru slysagildrur!

notkun á stigum í og við heimahús. Í upphafi 10. áratugar síðustu aldar leituðu 30 þúsund manns sér aðstoðar eftir slys af sama tagi. Um þriðjungur þessara slysa tengist lausum tröppum, um fimmtungur A-laga stigum eða tröppum og 17% stigum sem lagðir eru upp að vegg. UM 2.300 urðu fyrir höfuðmeiðslum, oftast við fall úr stiga. Fjórðungur þeirra, sem meiddust á höfði, var að vinna að viðhaldi eða viðgerðum á heimili sínu. Einnig var algengt að börn "að leik" fengu höfuðáverka. Að sögn talsmanna Rehab UK var yfirleitt um ung börn að ræða, 1-3 ára, sem gengu á eða hrösuðu um tröppur eða stiga. Oftast mátti kenna um hirðuleysi hinna fullorðnu sem skildu stiga og tröppur eftir án þess að gæta að öryggi barnanna. Taldi talsmaður Rehab UK að fólk þyrfti að hugsa vel að þeirri slysahættu sem fylgir stigum og tröppum, einkum fyrir börn en ekki síður fullorðna. Þegar leitað var skýringa í Bretlandi á mikilli fjölgun slysa af þessu tagi síðastliðinn áratug beindist athyglin einkum að tvennu: Annars vegar að fólk væri orðið kærulausara eða andvaralaust um notkun stiga og hins vegar að það hefur færst í vöxt að fólk sinnti sjálft viðhaldi og viðgerðum á íbúðarhúsnæði sínu. Þar með voru talin verk sem krefjast mikillar aðgæslu, svo sem þakvinna og málun utanhúss.

BBC, 2002.

 

Verkin Okkar