Góð ráð

Gerviverktaki

mikilvægum félagslegum réttindum. Þegar launafólk ræður sig sem verktaka er það ekki aðeins að fórna margvíslegum félagslegum réttindum heldur er það einnig í mörgum tilfellum að hlunnfæra sjálft sig þótt útborguðum krónum fjölgi. Mörg fyrirtæki sjá sér hag í að ráða fólk sem verktaka til þess að komast hjá því að standa sjálf skil á lögbundnum gjöldum starfsmanna sinna og losna undan þeim skyldum sem gildandi kjarasamningar og lög um starfskjör launafólks leggja þeim á herðar. Fólki er því boðin hærri greiðsla fyrir unna vinnu en sú tala ein og sér segir ekkert um endanleg kjör. Verktakar eru sjálfstæðir atvinnurekendur og verða því að standa skil á lögboðnum gjöldum og sköttum, halda utan um rekstur sinn og haga honum þannig að þeir geti sjálfir staðið undir veikindadögum, orlofi, tryggingum, lífeyrisgreiðslum og mörgu fleiru.

Verkin Okkar